Hlíðarfjall opið í dag – Takmarkanir vegna COVID-19

Hlíðarfjall opið í dag – Takmarkanir vegna COVID-19

Hlíðarfjall opnar skíðasvæði sitt í dag en svæðið hefur verið lokað undanfarna daga á meðan aðgerðaráætlun vegna COVID-19 var smíðuðu.

Á vef Hlíðarfjalls segir að svæðið muni opna í dag frá klukkan 13 til 19. Fólk er beðið að virða þau tilmæli að hafa tveggja metra fjarlægð á milli sín og taka tillit til annarra.

Gestir eru hvattir til þess að kaupa sér miða á netinu, á heimasíðunni  www.hlidarfjall.is  þar sem hægt er að fylla á skíðakort. Það verður þó hægt að kaupa kort í miðasölu lúgu Hlíðarfjalls, aðeins gegn rafrænum greiðslum.

Í stólalyftunni verður aðeins leyft einum aðila að fara í hvern stól hverju sinni en foreldrum verður leyft að fylgja barni, 10 ára og yngri.

Þá er sagt að mikilvægt sé að reyna að dreifa aðsókn eins og kostur er og er því fólk beðið um að takmarka skíðatíma sinn við 2 til 3 klukkustundir.

Skíða- og brettaskóli verður ekki starfræktur og einnig verður skíðaleigan lokuð.

UMMÆLI