Hlíðarfjall opnar í dagNýr snjótroðari hefur verið tekinn í notkun. Mynd: Akureyri.is

Hlíðarfjall opnar í dag

Skíðasvæðið í Hlíðarfjalli verður opnað kl. 16 í dag og verður opið til kl. 19. Lyfturnar sem verða ræstar eru Fjarkinn, Hólabraut og Töfrateppið. Skíðaleiðir sem hafa verið troðnar eru Suðurgil, Hólabraut,  Rennslið, Hólabraut niðri og að sjálfsögðu Töfrateppið en nú er orðið ókeypis í Hólabrautina.

Veðurútlitið er gott og mikil snjókoma í kortunum.

Frekari upplýsingar um opnun eru að finna hér: https://www.hlidarfjall.is/is/opnunartimi.

UMMÆLI