fbpx

Hljómsveitin 27 Club sendir frá sér nýtt lag

Hljómsveitin 27 Club sendi í vikunni frá sér sitt fyrsta lag. Akureyringurinn Hákon Guðni Hjartarson er söngvari sveitarinnar. Hákon er búsettur í London þar sem hann var að ljúka tónlistarnámi við ICMP háskólann.

Hljómsveitin 27 Club samanstendur af Hákoni, Antonio Camilli frá Ítalíu og Bretanum Oscar Bell. Hákon kynntist þeim í gegnum námið en þeir byrjuðu að vinna saman að tónlist í september á síðasta ári.

Lagið Just In Case er fyrsta lagið sem þeir senda frá sér. Í laginu fáum við hana Alexu Joyce, söngkonu frá Liverpool til þess að syngja. Þetta er okkar fyrsti singúll og við erum svo með þrjú lög klár sem munu koma út á næstu misserum. Við stefnum svo á að gefa út tónlistarmyndband við lagið fljótlega,” segir Hákon í spjalli við Kaffið.

Hákon segir að meðlimir 27 Club séu á fullu að semja tónlist bæði fyrir hljómsveitina sjálfa og fyrir aðra listamenn. Hann vonast til þess að meira efni frá þeim félögum fái að líta dagsins ljós fljótlega. Hægt er að hlusta á lagið Just In Case á Spotify.

Our debut single 'Just in Case' is out NOW!Click here to listen ⤵https://open.spotify.com/track/0dbMJ6TKn0YFwHrXGcMcVt?si=MYHLOvtaRTquA14QYxEX3g

Posted by 27 Club on Friday, May 25, 2018

Sjá einnig:

Hákon Guðni gefur út myndband við lagið Strange Old World

UMMÆLI