Hljómsveitin Tonnatak gefur út nýtt lag

Hljómsveitin Tonnatak gefur út nýtt lag

Sólin er lágt á lofti en Skuggabani er kominn á kreik. Skuggabani er nýjasta afurð hljómsveitarinnar Tonnataks sem hefur nokkuð jafnt og þétt komið út nýjum lögum á undanförnum árum og árið 2025 verður ekki skilið útundan.

Þó hljómsveitin forðist að skilgreina tónlist sína nánar en sem pönk og ræflarokk, þá verður ekki annað hægt að segja að í þessu lagi gæti öflugra þungarokksáhrifa. Frumdrög lagsins urðu til hjá bassaleikara sveitarinnar, Þorsteini Gíslasyni og í ársbyrjun 2022 varð til texti úr smiðju Kristjáns Péturs Sigurðssonar og lagið fór að mótast. Með þrotlausum æfingum fór lagið að slípast til og varð svo að það var flutt á öllum tónleikum hljómsveitarinnar á árinu 2024. Að lokum þótti lagið fullæft og var tekið upp í desember það ár.

Lagið er enn ein varðan í vegferð hljómsveitarinnar að láta þann draum rætast að gefa út hljómplötu, jafnvel á árinu 2025. Hljómsveitin var stofnuð árið 2015 og fagnar því 10 ára afmæli í ár, en hefur starfað í núverandi mynd frá árinu 2020.

Tonnatak eru:
Kristján Pétur Sigurðsson – söngur
Þorsteinn Gíslason – bassi
Haukur Pálmason – trommur
Daníel Starrason – gítar

Upptökustjórn og hljóðblöndun var í höndum Hauks Pálmasonar.

Kynningarefni gerðu Daníel Starrason, Sindri Swan og Elvar Freyr Pálsson.

Skuggabani á Apple Music:
https://music.apple.com/us/album/skuggabaninn-single/1789317985

Skuggabani á YouTube:
https://youtu.be/A8oDQH15BZc?si=R6-6pr9iiCP3SBpg

Skuggabani á Spotify:
https://open.spotify.com/album/4SEgTAcxrFtWYT5Ypd9JvS?si=A-2WiBE4Rym6nDxALd3Pew 

Sambíó

UMMÆLI

Sambíó