Hljómsveitin TOR gefur út hljómplötu

Hljómsveitin TOR gefur út hljómplötu

Í lok nýliðins árs gaf hljómsveitin TOR út hljómplötu á streymisveitunni Spotify. Um frumraun sveitarinnar er að ræða, átta laga plötu sem ber heitið Tómleikar. Hljómsveitina skipa tveir nemendur í 1. bekk MA, þeir Þormar Ernir Guðmundsson og Þorsteinn Jakob Klemenzson.

Þormar Ernir sér um söng og semur texta sem allir eru á íslensku. Þorsteinn Jakob er píanó- og gítarleikari en ber auk þess hitann og þungann af lagasmíðum þeirra félaga. Rán Ringsted söngkona aðstoðar við flutning í einu laganna.

Þrátt fyrir ungan aldur hafa Þormar og Þorsteinn komið nokkuð víða við á tónlistarsviðinu. Þeir hafa m.a. komið fram á Græna hattinum og tekið þátt í Músíktilraunum. Sigrarnir verða án nokkurs vafa fleiri hjá þessum ungu listamönnum í framtíðinni.

Hér má nálgast hljómplötuna á Spotify.

Frétt af vef Menntaskólans á Akureyri

UMMÆLI