H&M opnar á Glerártorgi 3. september

H&M opnar á Glerártorgi 3. september

Sænska tískufataverslunin Hennes & Mauritz, betur þekkt sem H&M, opnar 2000 fermetra verslun á Glerártorgi á Akureyri þann 3. september næstkomandi. Fyrirtækið opnaði fyrst verslun á Íslandi í Smáralind 2017 en kemur nú norður og er verslunin á Akureyri sú fyrsta á landsbyggðinni. Verslunin verður sú fjórða í röðinni á Íslandi en fyrir eru þrjár verslanir nú komnar á höfuðborgarsvæðinu.

„Við erum afar spennt fyr­ir því að opna versl­un utan höfuðborg­ar­svæðis­ins og að geta boðið viðskipta­vin­um okk­ar á Norður­landi upp á gæði og sjálf­bær­ari tísku á góðu verði. Við erum þakk­lát fyr­ir viðtök­urn­ar á Íslandi og nýja versl­un­in á Gler­ár­torgi er frá­bær viðbót í hóp versl­ana okk­ar á land­inu,“ seg­ir Mo­ritz Garlich, svæðis­stjóri H&M á Íslandi, í Finn­landi og Nor­egi, í samtali við mbl.is.

Hennes & Mauritz rekur yfir 5000 verslanir í heiminum og hjá þeim starfa yfir 125.000 manns í 74 löndum.


UMMÆLI