Hneykslaður á verðinu í leikfangabúð á Glerártorgi: „Ég velti fyrir mér hvernig börn og foreldrar þeirra hafa efni á þessu“

Hneykslaður á verðinu í leikfangabúð á Glerártorgi: „Ég velti fyrir mér hvernig börn og foreldrar þeirra hafa efni á þessu“

Alex Yu heldur úti Youtube-síðunni Regin Nation þar sem meira en hundrað þúsund manns fylgjast með honum. Hann var staddur á Íslandi fyrir skömmu og heimsótti þá Toy’ R’ Us verslun á Glerártorgi á Akureyri og skoðaði leikföng.

Alex var nokkuð sáttur við úrvalið sem leikfangabúðin bauð upp á en það sem kom honum mest á óvart var hversu dýrt allt var.

Hann skoðaði allt frá Transformers brúðu sem kostaði tíu þúsund krónur að Star Wars Lego geimskipi sem kostaði 120 þúsund krónur.

„Ég velti fyrir mér hvernig börn og foreldrar þeirra hafa efni á þessu. Þetta er brjálað verð,“ segir Alex í myndbandinu.

Sjáðu myndbandið

Sambíó

UMMÆLI