Hollenskur framherji til Þórs/KA

Hollenskur framherji til Þórs/KA

Iris Achterhof frá Hollandi hefur gengið til liðs við Þór/KA sem leikur í Pepsi deild kvenna.

Iris er hávaxinn framherji, sem kemur frá liði Old Dominion University eða ODU. ODU er háskólalið í Virginiu í Bandaríkjunum en þar hefur Iris leikið síðustu ár með námi. Þar áður lék hún með Heerenveen og VV Zuidhorn.

Halldór Jón Sigurðsson þjálfari Þór/KA er spenntur fyrir Irisi og segir í spjalli við heimasíðu Þórs „Við höfum misst sterka og mikilvæga leikmenn úr hópnum og þurfum að fylla í þau skörð. Við búum svo vel að eiga góðan efnivið ungra og efnilegra knattspyrnukvenna frá félögunum okkar, en þurfum einnig að styrkja liðið með öflugum leikmönnum á borð við Iris Achterhof til þess að ná markmiðum okkar – og þau eru alveg skýr eins og allir vita sem fylgst hafa með liðinu.“.

Sambíó

UMMÆLI