Prenthaus

Hollvinasamtök Sjúkrahússins gefa tæki fyrir 40 milljónir

Hollvinasamtök Sjúkrahússins á Akureyri munu afhenda tæki og búnað að andvirði 40 milljónir króna í nóvember. Jóhannes Bjarnason formaður hollvinasamtakanna greinir frá þessu í samtali við mbl.is. Þar segir hann að hollvinasamtaökin hafi verið ansi drjúg en það hitti þannig á núna að nóvember verði ansi stór hjá þeim.

Holl­vina­sam­tök­in voru stofnuð í des­em­ber árið 2013 frá upp­hafi hafa sam­tök­in fært sjúkra­hús­inu gjaf­ir að and­virði á fjórða hundrað millj­óna ef tal­in eru með tæk­in sem af­hent verða í nóv­em­ber.

Dýrasta tækið sem verður afhent í nóvember er svokölluð ferðagjörgæsla fyrir nýbura sem þarf að senda með sjúkraflugi. Einnig verða fest kaup á æfingatækjum og búnaði fyrir endurhæfingamiðstöðina Kristnes í Eyjafirðir.

„Það er mjög mik­ill kraft­ur í þess­um fé­lags­skap. Það eru nátt­úru­lega komn­ir á fjórða þúsund fé­lag­ar sem eru í holl­vina­sam­tök­un­um sem er nú ansi drjúgt í ekki stærra bæj­ar­fé­lagi,“ seg­ir Jó­hann­es en nánar er rætt við hann á mbl.is. 

Sambíó

UMMÆLI

Sambíó