Hraðahindranir hverfa úr bænum en koma fljótt aftur

Nýtt malbik án hraðahindrana á Oddeyrargötu. Mynd: akureyri.is

Nokkrar hraðahindranir eru horfnar af götum eða götuköflum í bænum en þetta á sér eðlilega skýringar. Verið er að malbika margar götur bæjarins að nýju og eina leiðin til þess er að byrja á því að fjarlægja hraðahindranir alveg og búa svo til nýjar.

Í tilkynningu á heimasíðu Akureyrarbæjar segir að það sé engin hætta á öðru en að hraðahindranira verði komnar aftur á sinn stað innan tíðar.

Götur sem verið er að lagfæra eru Mýrarvegur frá gangbraut við Hörpulund að Vanabyggð, Kjarnagata frá Golfvallarvegi að Naustaskóla. efsti hluti Þingvallastrætis, Þórunnarstræti frá Mímisbraut að Hrafnagilsstræti, Oddeyragata frá Hamarstíg og Gránufélagsgata niður að Glerárgötu, Hlíðarbraut frá Baldursnesi að Krossanesbraut, Einholt, Grundargerði frá Þingvallastræti að Grundargerði 7, Byggðavegur frá Hamarstíg að Löngumýri og Teigasíða að hluta.

Sambíó

UMMÆLI