Hrafnhildur og Hildur til liðs við KA/Þór

Hrafnhildur og Hildur til liðs við KA/Þór

Hrafnhildur Irma Jónsdóttir og Hildur Marín Andrésdóttir gengu á dögunum í raðir handboltaliðs KA/Þórs á Akureyri. Þá framlengdu þær Kristín Aðalheiður Jóhannsdóttir og Katrín Vilhjálmsdóttir sína samninga við félagið.

Hildur Marín er 33 ára gömul og er uppalin hjá KA/Þór en hún fór snemma suður og er því loksins komin aftur heim í heimahagana hjá KA/Þór. Hrafnhildur Irma er 22 ára gömul og gengur í raðir KA/Þórs frá Fylki. Báðar léku þær í fyrsta leik vetrarins er KA/Þór sótti ÍBV heim til Vestmannaeyja.

Þær Kristín og Katrín leika báðar í vinstra horni og eru báðar uppaldar hjá KA/Þór. Kristín hefur bætt sig gríðarlega á undanförnum árum og verður áfram spennandi að fylgjast með framgöngu hennar í vetur. Katrín er auk þess að vera öflugur hornamaður frábær varnarmaður og mikill leiðtogi.

Sambíó

UMMÆLI

Sambíó