Hrefna sigraði söngkeppni MA 2023Mynd: Skólafélagið Huginn

Hrefna sigraði söngkeppni MA 2023

Árleg söngkeppni Menntaskólans á Akureyri fór fram á mánudagskvöldið síðastliðið. Fjallað var um keppnina á vef Menntaskólans.

„Venju samkvæmt var mikið um dýrðir í Kvosinni þegar flytjendur stigu á stokk til að skemmta gestum og heilla dómnefndina,“ segir á vef MA.

Nemendur skólans fluttu atriði við undirleik húsbandsins sem var skipað nemendum skólans. Kynnar kvöldsins héldu áhorfendum við efnið og skemmtiatriði frá nemendum styttu þeim stundirnar á meðan dómnefndin réði ráðum sínum.

Þegar upp var staðið höfðu þrjú atriði hlotið náð fyrir augum dómnefndar auk þess sem gestir í sal kusu vinsælasta atriðið.

Sigurvegari kvöldsins var Hrefna Logadóttir. Hrefna flutti lagið Blame it on the Sun. Ísabella Sól varð í öðru sæti með lagið Fimm. Skandall hreppti þriðja sætið með lagið Gullfallega mannvera. Vinsælasta atriði kvöldsins var valið af gestum í sal. Vatnsmýrin hreppti hnossið í þeim flokki með flutning sinn á laginu Líttu sérhvert sólarlag.

Hægt er að horfa á streymi frá kvöldinu með því að smella hér.

Sambíó

UMMÆLI