Blásarasveit Tónlistarskólans á Akureyri mun halda Hrekkjavökutónleika næstkomandi þriðjudag, 28. október, klukkan 18 í Hamraborg í Hofi. Aðgangur verður ókeypis og öll eru velkomin á meðan húsrúm leyfir.
Draugasögukonan Andrea Gylfadóttir flytur glænýja og ógnvekjandi hrekkjavökusögu sem fléttast saman við taugatrekkjandi tónlist þriggja blásarasveita skólans. Um 60 nemendur taka þátt í þessum óhugnanlega skemmtilegu tónleikum sem ætlaðir eru allri fjölskyldunni.
Gestir mega búast við metnaðarfullum skreytingum og draugalegu andrúmslofti, og eru hvattir til að mæta í hrekkjavökubúningi til að taka þátt í hátíðinni.


COMMENTS