Listasafnið gjörningahátíð

HSN rekin með 36 miljón króna afgangi í fyrra

HSN rekin með 36 miljón króna afgangi í fyrra

Ársskýsla Heilbrigðisstofnunar Norðurlands fyrir árið 2023 var kynnt á ársfundi sem fram fór í Hofi þann 5. september síðastliðinn. Í tilkynningu segir að árið hafi heilt yfir gengið vel og stofnunin meðal annars verið rekin með 36 milljóna afgangi.

Í ársskýrslu segir að rekstur HSN hafi samt sem áður verið þungur allt árið, til að mynda vegna launabreytinga sem ekki voru bættar að fullu og vegna mikilla veikinda starfsfólks. Þar að auki voru miklar áskoranir við mönnun á flestum starfsstöðvum stofnunarinnar, líkt og á öðrum heilbrigðisstofnunum.

Margt gekk þó vel á árinu að mati framkvæmdarstjórnar. HSN hélt meðal annars áfram vegferð sinni við innleiðingu rafrænna ferla og að efla velferðartækni. Kannanir sýna einnig mikið traust íbúa í garð stofnunarinnar. Í tilkynningu um ársfundinn er litið björtum augum til framtíðar:

Framkvæmdastjórn horfir björtum augum til framtíðar. Á árinu 2024 hafa verið mörg mikilvæg verkefni, s.s. stefnumótun og flutningur í nýja heilsugæslustöð á Akureyri en jafnframt mun stofnunin fagna tíu ára afmæli. Framkvæmdastjórn HSN þakkar starfsfólki kærlega fyrir gott samstarf og góð störf í þágu íbúa á Norðurlandi árið 2023.

Forvitnir geta nálgast ársskýrsluna í heil sinni með því að smella hér.

Sambíó

UMMÆLI

Sambíó