Hugleiðing um málefni eldri borgara á Akureyri

Hugleiðing um málefni eldri borgara á Akureyri

Allir einstaklingar sem eru 67 ára og eldri flokkast sem eldri borgarar. Sumir eru enn á vinnumarkaði, aðrir hafa hætt störfum af fúsum og frjálsum vilja og svo eru þeir sem hafa þurft að hætta störfum vegna óhagstæðrar kennitölu. Sumir eru við góða heilsu á meðan aðrir þurfa að líða heilsubrest. Fjárhagsleg afkoma er mjög misjöfn og svona má lengi telja.

Þessi hópur er því ansi fjölbreyttur og engin leið að alhæfa hvorki eitt né annað hvað hann varðar. Því er mjög líklegt að þegar spurt er hver séu brýnustu þjónustuverkefni Akureyrarbæjar verði svörin næstum því jafn mörg og fjöldi aðspurðra. Ekki er til neinn upplýsingabanki um málefni hópsins. Öflun upplýsinga vegna svokallaðs Rafræns mælaborðs um líðan og velferð aldraðra er í gangi og er tilgangur þess að varpa nokkru ljósi á þarfirnar. Verkefnið er á vegum Akureyrarbæjar og Félagsmálaráðuneytisins.

Sjá nánar á Trölli.is

UMMÆLI