Hulda ráðin fram­kvæmdastjóri þing­flokks VG

Hulda ráðin fram­kvæmdastjóri þing­flokks VG

Akureyringurinn Hulda Hólmkelsdóttir hefur verið ráðin framkvæmdastjóri þingflokks Vinstri grænna. Hún hefur starfað sem upplýsingafulltrúi þingflokksins frá árinu 2019 og síðustu mánuði verið starfandi framkvæmdastjóri þingflokksins. Þetta kemur fram á Vísi.

Hulda tekur við starfi framkvæmdastjóra af Kára Gautasyni sem hefur verið ráðinn til Bændasamtakanna.

Hulda lauk stúdentsprófi frá Menntaskólanum á Akureyri árið 2012 og BA gráðu í stjórnmálafræði frá Háskóla Íslands árið 2016. Á árunum 2016 til 2019 starfaði Hulda sem fréttamaður á fréttastofu Stöðvar 2, Vísis og Bylgjunnar.

Samhliða námi við HÍ tók Hulda þátt í starfi Röskvu, bæði í stjórn félagsins og sem kosningastýra. Þá var hún talskona Ungra vinstri grænna 2014-2015.

UMMÆLI