Gæludýr.is

Hundurinn sem réðst á konu á Akureyri hefur verið svæfður

Hundurinn sem réðst á konu á Akureyri hefur verið svæfður

Búið er að svæfa Rottweiler-hundinn Puma sem réðst á konu á Akureyri í lok janúar. Eigandi hundsins greinir frá þessu í Facebook-hópnum Hundasamfélagið.

Eigandinn segist vera niðurbrotin eftir slysið og greinir frá því að röð af atvikum í desember hafi orsakað það. Þar á meðal var æxli sem hundurinn var með sem átti að skera burtu núna í febrúar. Eigandinn greinir frá því að hundurinn hafi verið þjáður og verði sendur í krufningu.

Eigandinn biður um frið til að syrgja hundinn sinn og segir að hugurinn sé einnig hjá konunni sem varð fyrir árásinni.

Sambíó

UMMÆLI

Sambíó