Húsið mjög illa farið eftir brunann

Húsið mjög illa farið eftir brunann

Timburhúsið sem brann á Akureyri í gær er mjög illa farið í kjölfar brunans. Í fréttum RÚV í gærkvöldi sagði Ólafur Stefánsson, slökkviliðsstjóri, að það yrði líklega rifið.

Tilkynning barst um brunann um sjö leytið í gær. Allt tiltækt slökkvilið Akureyrar var sent á staðinn og tókst að slökkva eldinn fyrir miðnætti. Það var þó vakt á svæðinu í nótt þar sem mikill hiti og reykur var enn í húsinu.

Sjá einnig: Maðurinn fluttur með sjúkraflugi til Reykjavíkur

Húsið er eitt elsta íbúðarhús á Akureyri en það var byggt snemma á síðustu öld.

UMMÆLI