Akureyri-Færeyjar

Húsin á Oddeyri verði fimm til sex hæðir að hámarki

Húsin á Oddeyri verði fimm til sex hæðir að hámarki

Bæjarstjórn Akureyrarbæjar kemur saman til fundar kl. 16 þriðjudaginn 16. mars. Á dagskránni er meðal annars breyting á aðalskipulagi Oddeyrar.

Bæjarstjórn Akureyrar samþykkti árið 2019 skipulagslýsingu vegna breytingar á aðalskipulagi Akureyrarbæjar svo byggingarfyrirtækinu SS Byggir yrði heimilt að byggja allt að fimm 6-11 hæða fjölbýlishús á reit á Oddeyrinni.

Á vef bæjarins kemur fram að meirihluti skipulagsráðs hafi nú lagt til við bæjarstjórn að aðalskipulagsbreytingin á Oddeyrinni verði samþykkt með breytingum til að koma til móts við hluta athugasemda og umsagna sem hafa borist.

Í þessum breytingum felst að hámarkshæð húsa lækkar úr 25 metrum yfir sjávarmáli í 20 metra yfir sjávarmáli sem felur í sér að húsin geta verið 5-6 hæðir að hámarki, allt eftir útfærslu. Jafnframt eru sett inn ákvæði um að hús syðst á reitnum, næst Gránufélagshúsunum, megi að hámarki vera 4 hæðir.

Arnfríður Kjartansdóttir úr VG greiðir atkvæði á móti breytingartillögunum en hún telur að ekki sé ástæða til að breyta aðalskipulagi. Margfalt fleiri ástæður mæli með því að aðalskipulag sé látið óhreyft en þær fáu misgóðu ástæður sem mæla með breytingu.

UMMÆLI