fbpx

Hvað á brúin að heita?mynd: Kaffið.is/Jónatan

Hvað á brúin að heita?

Brúin umdeilda við Drottningarbrautina er nú loks tilbúin og hefur Akureyrarbær efnt til verðlaunasamkeppni um nafn brúarinnar.

Dómnefnd mun fara yfir innsendar tillögur og velja nafnið.

Í verðlaun er vetrarkort í Hlíðarfjall, og kort í Sundlaug Akureyrar.

Þeir sem vilja taka þátt í samkeppninni geta sent tölvupóst á bru@akureyri.is.

Samkeppnin stendur til 15. júlí.

 

mynd: Kaffið.is/Jónatan

UMMÆLI