Hvað er fíkn?

Pistlahöfundar: Bjarni Hólmgrímsson, Ýmir Haukur Guðjónsson, Bríet Berndsen Ingvadóttir, Daníel Freyr Jónsson – Nemendur í Fjölmiðlaskóla á Akureyri.

Fíkn er hræðilegur hlutur sem lætur mann drekka áfengi eða taka vímuefni aftur og aftur þar til að líkaminn og heilsan hættir að virka. Árið 1970 sá vísindamaðurinn Bruce Alexander eitthvað skrýtið við tilraun á fíkn sem framkvæmd var á rottum. Tilraunin fór þannig fram að rotta var sett í búr með tveimur vatnsbrúsum einn var fylltur með venjulegu vatni og hinn var fylltur með vatni blandað við vímuefni.

Rottan fór alltaf að brúsanum með vímuefnunum í og drakk það þar til að hún dó. En það sem Alexander fannst skrýtið var að rottan var ein svo hann prófaði að gera rottu paradís með fullt af rottum, boltum, rörum til að skríða í gegnum og allt sem rottum dreymir um. Hann prófaði tilraunina aftur. Í þetta skiptið drukku rotturnar hreina vatnið.

Í Víetnam stríðinu voru margir hermenn sem tóku fíkniefni en allir voru hissa þegar hermennirnir sem tóku fíkniefni komu heim og 95% hermennana sem tóku fíkniefni hættu bara þegar þeir komu heim sem er skrýtið ef þú trúðir á gömlu fíkni kenninguna en af því að þetta var eins og að taka rottu úr búri og setja hana í rottu Paradís.

Eitt af mest notuðu fíkniefnunum er hass. Hass er stórt vímuefni á götunum sem verður aðgengilegra með árunum. Það hefur fullt af einkennum til dæmis Blóðhlaupin augu og stækkun í augnasteinum, þurrkur í munni og hraður hjartsláttur. Neytandinn verður líka þreyttur, latur og klunnalegur í hreyfingum. Á síðasta ári var mesti notandinn, landið Ísrael. Sem var út af því að það var fullt af hermönnum í heiminum sem vildu ekki vera í stríðinu og þess vegna notuðu þeir vímuefni til dæmis hass og út af stressi fór fullt af fólki að efnum eins og hass til að fara í vímu. Hass er mjög ávanabindandi efni. Þeir sem eru háðir efninu  þurfa alltaf meira og meira eftir því sem þau nota það meira þarf meira af efninu til að ná sömu virkni og fyrst. Við það hækka líkurnar á líkamlegu og andlegum skaða.

Ofan á þetta allt er í lang flestum íslenskum rapplögum sem unga fólkið hlustar á verið að rappa um að drekka áfengi og fara í vímu. Eiturlyf og vímuefni eru því miður sýnd á jákvæðan hátt í rapplögum og þess vegna þurfum við að passa okkur að gera fíkniefni og vímuefni töff. Við verðum við að standa saman eiturlyf verði ekki eðlileg og við verðum að dæma efnið en ekki þá sem að taka eða misnota efnið.

Fólk tekur bara fíkniefni út af því þeim líður illa svo í staðinn að henda þeim í fangelsi og ýta þeim úr samfélaginu en frekar að hjálpa þeim að hætta að hjálpa og koma þeim inn í samfélagið.  þess vegna er mjög mikill vægt að standa saman þótt að maður haldi þetta sé bara vont fólk en þau eru bara að öskra á hjálp. Frekar hjálpa þeim en ekki henda þeim í fangelsi.

Fjölmiðlaskólinn á Akureyri er námskeið á vegum Akureyrarbæjar í samstarfi við Vinnuskólann. Ungmenni úr 8.bekk í skólum bæjarins koma saman og fá fræðslu um helstu grunnatriði fjölmiðlunnar og myndbandsgerðar. Eftir það þurfa þau að standa á eigin fótum og semja sitt eigið efni undir leiðslu starfsmanna Vinnuskólans.

UMMÆLI

Sambíó