Hvanndalsbræður senda frá sér nýja plötu

Hvanndalsbræður senda frá sér nýja plötu

Hljómsveitin Hvanndalsbræður, sem fagnar 18 ára starfsafmæli í Október næstkomandi, hefur sent frá sér nýja hljómplötu sem ber heitið Hraundrangi.

Platan inniheldur 9 ný Hvanndals lög og eitt Eistneskt þjóðlag sem sett hefur verið í nýjan búning. Platan er tekin upp í Studio Tónverk í Hveragerði og sá Bassi Ólafsson um upptökur, hljóðblöndun og masteringu.

Þá er gestasöngkona í einu laginu en það er hún Ása Elínardóttir sem ljáði bræðrunum rödd sína í laginu X. Ágúst Halldórsson sá um artwork.

Þetta er áttunda hljómplata Hvanndalsbræðra. Til stendur að platan komi einnig út á vinyl í lok október.

Hljómsveitin stefnir á að blása til útgáfutónleika um leið og aðstæður í þjóðfélaginu gefa leyfi til en það gæti orðið með stuttum fyrirvara.

Hér er platan á Spotify

Mynd: Daníel Starrason

UMMÆLI