Hverfisnefndin festi kaup á aparólu: Stanslaus straumur af börnum og fullorðnum

Hverfisnefndin festi kaup á aparólu: Stanslaus straumur af börnum og fullorðnum

Hverfisnefnd Lunda- og Gerðahverfis á Akureyri festi kaup á Aparólu á síðasta ári og nú hefur henni verið komið upp við Jólasveinabrekkuna við Brálund.

Á heimasíðu Akureyrarbæjar segir að frá því að rólan hafi verið sett upp hafi verið stanslaus straumur af börnum og fullorðnum í hana frá morgni til kvölds.

„Rólan er því kærkomin viðbót við þessa vinsælu sleðabrekku og verður eflaust líf og fjör í Jólasveinabrekkunni um helgina því nú er farið að snjóa aðeins í bænum,“ segir á heimasíðu bæjarins.

UMMÆLI

Sambíó