Hvessir í kvöld – Gul viðvörun

Hvessir í kvöld – Gul viðvörun

Gul viðvörun er fyrir Norðausturland í kvöld en búist er við miklum vind á svæðinu 18-23 m/s og snörpum kviðum. Á vef veðurstofunnar er fólk hvatt til að fara varlega og sérílagi á ökutækjum sem eru viðkvæm fyrir vindi. Þá er fólk einnig hvatt til að ganga frá lausum munum til að forðast tjón.

Raunar er gul eða appelsínugul viðvörun fyrir nánast allt landið sökum vinds og rigningar eins og sjá má af þessari mynd af vef veðurstofunnar.

gul viðvörun

UMMÆLI