Hvolpasveitin heillaði alla upp úr skónum á 17. júní

Hvolpasveitin heillaði alla upp úr skónum á 17. júní

Það var sannkölluð gleðistund í Lystigarðinum á þjóðhátíðardaginn þegar Hvolpasveitin mætti á svæðið og tók þátt í dansskemmtun sem vakti mikla lukku meðal gesta á öllum aldri. Börn og fjölskyldur flykktust að til að taka þátt í fjörinu, dansa með hetjunum sínum og mynda ógleymanlegar minningar.

Eftir kraftmikla og skemmtilega dansdagskrá fengu gestir tækifæri til að hitta Hvolpasveitina og smella myndum.  „Við þökkum öllum sem mættu og tóku þátt í hátíðarhöldunum með okkur,“ segir í tilkynningu Hvolpasveitarinnar.

Hægt er að fylgjast með Hvolpasveitinni á samfélagsmiðlum:
Facebook & Instagram: @hvolpasveitin

UMMÆLI