ÍA hafði betur gegn Þór

ÍA hafði betur gegn Þór

Fyrsti heimaleikur Þórs í Inkasso deildinni fór fram í dag þegar Skagamenn komu í heimsókn í Þorpið.

Gríðarlega flott umgjörð hjá Þórsurum vakti mikla lukku hjá stuðningsmönnum liðanna í dag, en áhorfendur voru um 500. Veðrið fyrir leik og í fyrri hálfleik var mjög gott en rigna fór í seinni hálfleik.

Leikurinn var mjög jafn allan leikinn en eina mark leiksins skoruðu Skagamenn í upphafi síðari hálfleiks þegar Steinar Þorsteinsson skoraði eftir slæma vörn heimamanna. Þórsarar fengu gott færi þegar nokkrar sekúndur voru eftir af leiknum en Skagamenn björguðu á línu. Lokatölur því 0-1 fyrir ÍA.

Næsti leikur Þórsara verður laugardaginn 19. maí þegar liðið heimsækir Njarðvík heim.

UMMÆLI