Íbúar í Grímsey ósáttir með kúluna: „Dregur alla ferðamenn úr bænum“

Íbúar í Grímsey ósáttir með kúluna: „Dregur alla ferðamenn úr bænum“

Listaverkið „Or­bis et Globus“ er kennileiti heimskautsbaugsins á Grímsey og hefur verið síðan haustið 2017. Listaverkið er átta tonna steinkúla. Íbúar í bænum eru ekki ánægðir með kúluna og segja hana lítið hafa gert annað en að draga ferðamenn úr bænum. Þetta kemur fram á mbl.is í dag.

Guðrún Inga Hannesdóttir sem situr í hverfisráði Grímseyjar segir að kúlan hafi lítið gert fyrir íbúa eyjunnar. Það sé þriggja tíma gangur frá bryggj­unni, fram og til baka, að kúlunni. Það sé því hæpið að fólk nái að skoða hana sem komi með flugi í einn og hálfan tíma.

„ „Það sem kúl­an hef­ur aðallega gert er að hún dreg­ur alla ferðamenn úr bæn­um. Áður var heim­skauts­merkið bara rétt hjá flug­vell­in­um og all­ir voru al­sæl­ir að ganga þar yfir,“ segir Guðrún á mbl.is

Í fundargerð á íbúafundi sem haldin var snemma í mánuðinum kemur fram að íbúar vilji færa kúluna nær bænum, ferðamönnum finnist þeir sviknir þegar þeir nái ekki að fara að kúlunni í leiðsögnum um eyjuna.

Sjá einnig:

UMMÆLI