fbpx

Íbúar í Naustahverfi orðnir þreyttir á fjúkandi rusli frá Hagahverfi

Íbúar í Naustahverfi orðnir þreyttir á fjúkandi rusli frá Hagahverfi

Þriðji áfangi Naustahverfis er nú í byggingu, Hagahverfi, hverfið er sunnan við núverandi byggð í Naustahverfi. Gert er ráð fyrir 540 íbúðum í hverfinu og því mikið um að vera á svæðinu.

Íbúar syðst í Naustahverfi eru hinsvegar orðnir þreyttir á fjúkandi rusli frá byggingarsvæðinu. Í Facebook hópnum Plokk á Akureyri segir einn meðlimur hópsins frá því að hann sé búinn að fá sig fullsaddann af draslinu sem fjúki um hverfið, flækist í runnum og girðingum. Vill hann sjá bæinn beita sektum þegar framkvæmdaraðilar ganga svona um.

Notendur hópsins kalla eftir regluverki um umgang og ábyrgð verktaka á byggingarsvæðum.

Kaffið kíkti við á svæðinu og ruslið leyndi sér ekki, það var mikið af plasti og umbúðum fjúkandi um svæðið.

UMMÆLI

PSA