Akureyringum fjölgaði um 77 frá 1. desember til mánaðarmóta júlí/ágúst 2020. Þetta kemur fram í úttekt N4 úr gagnagrunni Þjóðskrár Íslands. Íbúum á Norðurlandi eystra hefur fækkað.
Íbúum fækkaði í tveimur landshlutum, Vestfjörðum og Norðurlandi eystra. Þrátt fyrir fjölgun á Akureyri fækkaði á Norðurlandi eystra um 38 íbúa, eða um 0,1 prósent.
Landsmönnum hefur fjölgað um 3.242 á umræddu tímabili en mesta fjölgunin er í Reykjavík þar sem íbúum hefur fjölgað um 1.503.
UMMÆLI