Íbúum Akureyrar fjölgar: „Hér er gott að búa“

Íbúum Akureyrar fjölgar: „Hér er gott að búa“

Íbúafjöldi Akureyrar nú í byrjun september var 19.156 samkvæmt Þjóðskrá Íslands. Íbúar á Akureyri hafa aldrei verið fleiri. Í september á síðasta ári voru íbúar bæjarins 19.041 talsins.

Ásthildur Sturludóttir bæjarstjóri á Akureyri segir á vef bæjarins í dag að þessi þróun komi í sjálfu sér ekki á óvart.

„Það er að sjálfsögðu ánægjulegt að sjá að íbúum Akureyrar fjölgar hægt og bítandi en ég á frekar von á því að þessi þróun verði hraðari á næstu misserum. Hér er gott að búa og samfélagið getur auðveldlega tekið á móti fleiri íbúum, hvort sem litið er til fjölbreyttrar þjónustu, húsnæðis eða annarra innviða,“ segir Ásthildur á Akureyri.is.

Á vef Þjóðskrár er hægt að skoða nánar fjölda íbúa eftir sveitarfélögum og samanburð við fyrri ár.

Sambíó

UMMÆLI

Sambíó