Prenthaus

Iceland Airwaves í Jarðböðunum við Mývatn

Iceland Airwaves tónlistarhátíðin fer fram á Akureyri í fyrsta skipti í sögunni í nóvember næstkomandi. Meðal atriða  á Akureyri eru Ásgeir Trausti, Emiliana Torrini and the colorist, KÁ-AKÁ, Mura Masa, 200.000 Naglbítar, Stefflon Don, Daniel OG, Mammút, Vök, Aron Can, Emmsje Gauti, Joey Christ og JFRD. Tónleikar munu fara fram á þremur stöðum, í Hofi, Græna Hattinum og Pósthúsbarnum.

Nú hefur verið ákveðið að tónleikar í Jarðböðunum á Mývatni verði hluti af hátíðinni. Jarðböðin á Mývatni hafa kynnt til leiks Earthwaves í samstarfi við Iceland Airwaves. Viðburðurinn fer fram föstudaginn 3. nóvember nk. kl. 13:00 og stendur til 15:30. Fram koma Emmsje Gauti og Young Nazareth. Má búast við mikilli gleði í lóninu en Iceland Airwaves hefur áður haldið tónleika í samsarfi við Bláa lónið og hefur það tekist vel til.

Allir armbandshafar á Iceland Airwaves fá frítt á viðburðin og í lónið svo framarlega að pláss sé fyrir hendi.

Armbandshafar munu þó þurfa að borga fyrir rútuferðir til Mývatns eða keyra sjálfir. Boðið verður upp á staferðir frá Akureyri kl. 11 og lagt af stað frá Icelandair hótelinu Þingvallastræi 23. Komið verður til baka til Akureyrar um 17:30 .

Miðaverð:
Lón og rúta: 5.900 kr.

Lón: 3.800 kr.

Rúta: 2.500 kr.

UMMÆLI

Sambíó