Iceland Airwaves tilkynnir ný atriði á Akureyri

Aðstandendur Iceland Airwaves tilkynntu nú í morgun um 73 atriði sem bætast við áður tilkynnt atriði á hátíðina og nú liggur dagskráin á Akureyri fyrir. Hátíðin fer fram fyrstu helgina í nóvember.  Tónleikar koma til með að fara fram á þremur stöðum í bænum: í Hofi, á Græna Hattinum og á Pósthúsbarnum.

Meðal atriða eru Ásgeir Trausti, Emiliana Torrini and the colorist, Mura Masa, 200.000 Naglbítar, Stefflon Don, Daniel OG, Mammút, Vök, Aron Can, Emmsje Gauti, Joey Christ, JFRD o.fl.

UMMÆLI

Sambíó