Iceland Winter Games haldið á Akureyri í mars

Hátíðin verður haldin í Hlíðarfjalli.

Iceland Winter Games (IWG) er vetrar- og útivistarhátíð sem haldin er á Akureyri í fjórða sinn í ár og hefur hún fest sig í sessi, jafnt hjá bæjarbúum sem og vetraríþróttafólki og áhugamönnum um allt land. Hátíðin snýr nú aftur eftir tveggja ára hlé. Árið 2015 sameinuðust tvær stærstu vetrarhátíðir Norðurlands, Éljagangur og IWG undir nafni og merkjum Iceland Winter Games, sem gerir IWG að stærstu vetrarhátíð landsins og er enn í mjög örum vexti.

Hátíðin verður haldin dagana 23. – 25. mars í Hlíðarfjalli og von er á keppendum víðsvegar úr heiminum, m.a. annars frá Bandaríkjunum, Kanada, Austurríki og fleiri Evrópulöndum.

Aðalviðburður á leikunum í ár verður keppni á Snjóskautum eða Sled Dogs Snowskates og nefnist Bonefight. Einnig verður fjallahjólabrun í bröttustu brekku skíðasvæðisins, vélsleðaspyrnu og snjócross á vélsleðum, snjóblakmót sem verður haldið í Hlíðarfjalli og verður jafnframt Íslandsmeistaramót, en þetta er í fyrsta skipti sem slíkt mót er haldið á Íslandi. Þá má nefna Freeride skíða/bretta keppni þar sem keppt er utan troðinna skíðaleiða.

Þeir sem standa að Iceland Winter Games eru Akureyrarbær, Markaðsstofa Norðurlands, Akureyrarstofa, Íslandsstofa og Viðburðastofa Norðurlands.

Hægt er að senda upplýsingar og fyrirspurnir á netfangið axel@icelandwintergames.com. Einnig eru allar helstu upplýsingar að finna á www.icelandwintergames.com og á Facebook síðu leikana.

Sambíó

UMMÆLI

Sambíó