ÍF Akur með þrjá Íslandsmeistara í bogfimi

ÍF Akur með þrjá Íslandsmeistara í bogfimi

ÍF Akur, bogfimifélag Akureyrar, átti þrjá Íslandsmeistara á Íslandsmótinu í bogfimi sem fór fram síðustu helgi. Anna María Alfreðsdóttir  sigraði í trissuboga kvenna, Izaar Arnar Þorsteinsson í berboga karla, þá sigraði Kelea Quinn í sveigboga kvenna og bætti Íslandsmett sitt í leiðinni.

Allir keppendur úr ÍF Akur stóðu sig með prýði og tóku heim verðlaun. Rakel Arnþórsdóttir fékk brons í sveigboga.

Nánari upplýsingar um Íslandsmótið má finna á Archery.is með því að smella hér.

UMMÆLI