Akureyri-Færeyjar

Illfært innanbæjar og lélegt skyggniSkafrenningur er mikill og skyggni víða mjög slæmt. Mynd: Kaffid.is

Illfært innanbæjar og lélegt skyggni

Mikil snjókoma hefur verið á Akureyri allan sólahringinn og er hvergi nærri hætt. Illfært er víða um bæinn, aðalgötur eru færar en samhliða hvassri norðanátt er skyggni víða mjög slæmt.

Snjómokstur hófst eldsnemma í morgun en sökum mikillar úrkomu og hvassviðris er færðin fljót að spillast aftur. Öll áhersla í mokstrinum er að halda helstu gangstígum, stofnbrautum og tengibrautum opnum.

Á morgun spáir því að veðrið gangi niður en í tilkynningu frá Akureyrarbæ verður þá settur kraftur í að hreinsa sem allra mest af bænum fyrir helgina. ,,Lögð verður áhersla á að gera gönguleiðir góðar og tryggja að fólk geti stundað útivist um helgina, enda er veðurspáin glæsileg,“ segir í tilkynningunni.

UMMÆLI