beint flug til Færeyja

Inga Sæland og ÞÚ

Inga Sæland og ÞÚ

Gísli Hvanndal Jakobsson skrifar

Það skiptir ekki máli hvort það er SÁÁ,  Sjúkrahúsið Vogur, fólk með alkahólisma eða aðra geðsjúkdóma. Það skiptir ekki máli hvort það er fátækt fólk, láglaunafólk eða hinn stóri galli á heilbrigðiskerfinu okkar og bankakerfinu sem mismunar stórum hluta af þjóðinni og hjálpar ekki meðalmanninum heldur bara ríka fólkinu.

Það skiptir ekki máli hvort það eru öryrkjar, eldri borgarar eða útigangsfólk. Eða vextirnir sem eru að sprengja þakið á húsinu okkar og henda okkur á götuna.

Það skiptir ekki máli hvort það sé leigan þín á húsnæðinu þínu sem enginn Íslendingur getur borgað nema að vera frændi eða frænka Bjarna Ben eða tengjast til að mynda  Sjálfstæðisflokknum á einhvern hátt og öðrum gömlum stórum flokkum gegnum árin. 

Inga Sæland formaður ,,Flokk fólksins“ berst fyrir þessu öllu.

Fyrir ,,OKKUR“ – ,,MIG OG ÞIG.“ 

Og hún gerir það af svo mikilli réttlætiskennd, krafti, ástríðu og heiðarleika sem er svo sjaldgæft í íslenskum stjórnmálum og þess vegna kýs ég Flokk fólksins. 

Og með því að gera það þá er aðeins meiri möguleiki á bjartari framtíð fyrir flesta Íslendinga. Fyrir mig og þig.

Ekki bara ríka fólkið eða þá sem tengjast þeim.

 Þá er aðeins meiri möguleiki á að þjáning flestra landsmanna endi.

Inga Sæland hefur þurft að horfa upp á son sinn reyna að taka sitt eigið líf vegna alkahólisma. Einnig á hún annað barn sem er að kljást við þann sjúkdóm.

Ég var að horfa á ræðu sem Inga Sæland gaf á málþingi SÁÁ á þessum frettamiðli:

Nú spyr ég þig: Hvort viltu flokk sem hugsar bara um sjálfan sig eins og áratugirnir hafa sýnt okkur eða flokk sem hugsar um ÞIG OG ÞÍNA og alla aðra í landinu. 

Hugsaðu þig vel og vandlega áður en þú setur X við einhvern flokk 30. Nóvember 

Ég hef aldrei séð eins magnaða stjórnmálakonu og Ingu Sæland. Aldrei… Og ég er svo þakklátur fyrir hana og alla aðra í flokknum. Hún er manneskja og kona með hjarta úr gulli. 

Takk Flokkur fólksins fyrir að standa með íslensku þjóðinni. 

Þið fáið mitt atkvæði 30. Nóvember 

Gísli Hvanndal Jakobsson, eilífðarstúdent

VG

UMMÆLI