Ingó Hansen sendir frá sér myndband við lagið Minningar

Ingó Hansen sendir frá sér myndband við lagið Minningar

Akureyringurinn Ingó Hansen vinnur nú að sinni annarri plötu. Platan er væntanleg næsta vetur en Ingó hefur nú sent frá sér myndband við lagið Minningar sem verður á plötunni.

„Lagið er tileinkað fólki sem hefur þurft að ganga í gegnum erfiðleika um ævina og fjallar um upplifanir okkar allra, góðar og slæmar.“

Ingó gaf út sólóplötu árið 2012 en einbeitti sér í kjölfarið af þungarokkhljómsveitinni Vertigo. Hann segir að nú sé kominn annar andi í sig.

„Ég hef þroskast mikið og það er kominn annar andi í mig og önnur stef önnur stefna eftir að hafa verið mikið að ferðast og hef verið að færa mig meira út í popp.“

Sjáðu myndbandið við lagið Minningar 

UMMÆLI