Innanlandsflug undir merki Icelandair

Innanlandsflug undir merki Icelandair

Frá og með þriðjudeginum 16. mars næsktkomandi munu leiðakerfi Air Iceland Connect og Icelandair sameinast. Sölu- og markaðsstarf sameinast einnig undir vörumerki Icelandair. Þetta kemur fram í fréttatilkynningu.

Í tilkynningunni segir að vör­ur og þjón­usta Icelanda­ir, inn­an­lands sem utan, verði þannig sam­ræmd­ar og aðgengi­leg­ar á ein­um stað á www.icelanda­ir.is.

„Áfangastaðir um allt land verða sýni­legri á heimasíðu Icelanda­ir í gegn­um eina leit, einn farmiða og teng­ingu við leiðakerfið í Evr­ópu og Norður-Am­er­íku. Þá mun teng­ing við Icelanda­ir vörumerkið lyfta inn­lend­um áfanga­stöðum upp alþjóðlega en vörumerki Icelanda­ir er vel þekkt á lyk­il­mörkuðum fé­lags­ins eft­ir ára­tuga upp­bygg­ingu og fjár­fest­ingu í sölu- og markaðsmá­l­um. Nú stend­ur yfir vinna við end­ur­mat á vör­um og þjón­ustu í inn­an­lands­flugi. Eft­ir yf­ir­færsl­una þann 16. mars næst­kom­andi verður sölu Flug­frels­is hætt og breyt­ing­ar verða á skil­mál­um og þjón­ustu Flug­kappa og Flug­fé­laga. Skil­mál­ar úti­stand­andi ferðainn­eigna sem keypt­ar eru fyr­ir yf­ir­færsl­una eru óbreytt­ir en sú breyt­ing verður á að þjón­usta við viðskipta­vini fer fram í gegn­um þjón­ustu­ver Icelanda­ir. Auk þess er unnið að þróun nýrra lausna sem kynnt­ar verða á vor­mánuðum,“ seg­ir í frétta­til­kynn­ingu.

„Til lengri tíma litið, þar sem fram­boð inn­an­lands­flugs verður nú áber­andi í bók­un­ar­vél­um Icelanda­ir, standa von­ir okk­ar til að með öfl­ugri markaðssetn­ingu og teng­ingu við leiðakerfi okk­ar í Evr­ópu og Norður-Am­er­íku tak­ist okk­ur jafn­framt að fjölga ferðamönn­um í inn­an­lands­flugi. Það myndi styrkja lyk­i­láfangastaði okk­ar um allt land og skila sér til viðskipta­vina okk­ar í auk­inni tíðni og betri þjón­ustu,“ seg­ir Bogi Nils Boga­son, forstjóri Icelanda­ir, í frétta­til­kynn­ingu.

UMMÆLI

Sambíó