Prenthaus

Innleiðing Barnasáttmálans gengur vel

Nú er þrepi tvö af átta í innleiðingarferli Barnasáttmála Sameinuðu þjóðanna á Akureyri að ljúka. Það felst í kortlagningu á stöðu barna í bænum.

Haldið var stórþing ungmenna þann 1. desember 2017 þar sem rætt var við ungmenni á grunn- og framhaldsskólaaldri um upplifun þeirra á lífinu á Akureyri. Verkefni voru lögð fyrir innan leikskóla Akureyrar þar sem börn veltu fyrir sér réttindum sínum og að lokum var rætt við rýnihópa barna um þau aðalatriði sem fram komu á stórþinginu ásamt því að ræða við hópa barna sem ekki áttu fulltrúa á þinginu.

Á heimasíðu Akureyrarbæjar segir: Einfaldasta leiðin til að átta okkur á líðan og upplifun barna er að eiga samtal við þau sjálf og það er það sem var gert. Flest voru börnin því sammála að best væri að afhenda bæjarstjóra eða bæjarstjórn niðurstöður þessarar kortlagningar og  fimmtudaginn 17. maí, tók Eiríkur Björn Björgvinsson bæjarstjóri á móti myndverkum sem unnin voru upp úr kortlagningarferlinu.“

Á meðfylgjandi mynd má sjá börn af leikskólanum Lundarseli afhenda bæjarstjóra myndverk sem þau gerðu sjálf útfrá 12. grein Barnasáttmálans: Réttur til að láta skoðanir sínar í ljós og til að hafa áhrif. Á myndinni eru auk Eiríks; Aron Heiðar, Karel Óla, Emelía Ríkey, Unnur Birna, Eyrún Erla, Andri Hrafn og Magnea.

Sambíó

UMMÆLI

Sambíó