Íslandsdeild TI gagnrýnir lögregluna – Bjarni Ben gagnrýnir fjölmiðla

Íslandsdeild TI gagnrýnir lögregluna – Bjarni Ben gagnrýnir fjölmiðla

Mikil umræða hefur skapast á Íslandi í kjölfarið á því að Lögreglan á Norðurlandi eystra boðaði fjóra blaðamenn í yfirheyrslur vegna umfjöllunar um skæruliðadeild Samherja í maí á síðasta ári. Mismunandi skoðanir hafa komið fram í umræðunni en á meðan sumir telja athæfi lögreglu hættulegt telja aðrir vinnubrögðin eðlileg.

Sjá einnig: Yfirlýsing frá embætti Lögreglustjórans á Norðurlandi eystra

Blaðamennska er ekki glæpur“

Stjórn Íslandsdeildar Transparency International segir að skilaboðin af hálfu lögreglu sem send séu út í samfélagið með ákvörðun um að yfirheyra að minnsta kosti fjóra blaðamenn vegna gruns um brot á hegningarlögum fyrir umfjöllunina séu hættuleg.

„Í maí 2021 birtu Kjarninn og Stundin umfjöllun um „skæruliðadeild“ Samherja, samstarfsfólks sem lét sig dreyma um að „stinga, snúa og strá svo salti í sárið“ á þeim sem fjalla um málefni Samherja í Namibíu. Fyrirtæki sem eru meðvituð um almannahag þurfa ekki „skæruliðadeildir“. Þau beita ekki ógnandi aðferðum, hótunum eða tilraunum til að þagga niður eðlilega gagnrýni með saksóknum. Í kjölfar fréttaumfjöllunarinnar baðst Samherji afsökunar: „stjórnendur Samherja [hafa] brugðist harkalega við neikvæðri umfjöllun um félagið og ljóst að of langt hefur verið gengið í þeim viðbrögðum. Af þeim sökum vill Samherji biðjast afsökunar á þeirri framgöngu.“

Lögreglustjórinn á Norðurlandi eystra hefur að því er virðist tekið við keflinu af fyrirtækinu og nú með glæpavæðingu blaða- og fréttamennsku. Það lýsir vægast sagt furðulegri forgangsröðun í risavöxnu spillingarmáli sem teygir anga sína um heim allan, að „viðbrögðin“ séu að sækja af hörku gegn fjölmiðlafrelsi og heimildarvernd á Íslandi. Rannsókn Lögreglustjórans á Norðurlandi eystra varðar háttsemi sem ekki telst brot ef hún er réttlætanleg með vísan til almanna- eða einkahagsmuna. Minna má á að „skæruliðadeildin“ ræddi meðal annars að beita sér í kosningum í stéttarfélagi, kortlagði og beitti sér gegn blaðafólki, listafólki, embættis- og stjórmálamönnum. Framganga sem forsætisráðherra sagði að væri óboðleg og ætti „ekki að líðast í lýðræðissamfélagi.“ Háttsemi skæruliðadeildarinnar, í boði sjávarútvegsfyrirtækis sem nýtir auðlindir íslensku þjóðarinnar og var fellt undir skilgreiningu laga á einingu tengdri almannahagsmunum árið 2020, hlýtur að eiga erindi við almenning,“ segir í tilkynningu Íslandsdeildar Transparency International.

Enn fremur segir að þessi aðför að fréttamönnum í varnarbaráttu sé litin alvarlegum augum og að þessi framvinda mála hafi verið tilkynnt til höfuðstöðva Transparency International í Berlín.

Bjarni gagnrýnir vinnubrögð fjölmiðla

Bjarni Bene­dikts­son, fjár­málaráðherra og formaður Sjálf­stæðis­flokks­ins, hefur hinsvegar gagnrýnt frétta­flutn­ing af rann­sókn lög­reglu en hann telur að áhersl­an hafi öll verið út frá hags­mun­um hinna grunuðu blaðamanna en ekki á því hverj­ar sak­argift­irn­ar væru, líkt og venj­an væri.

„Við höf­um mátt venj­ast því í frétta­flutn­ingi af lög­reglu­mál­um þegar al­menn­ir borg­ar­ar eiga í hlut að fjöl­miðlar beini sjón­um sín­um að því hvað hinn grunaði kunni að hafa unnið til saka,“ seg­ir Bjarni í færslu á Face­book.

„Eng­ar frétt­ir hafa verið flutt­ar af því sem mestu máli skipt­ir og flesta þyrst­ir að vita hvað lög­regl­an kunni að hafa und­ir hönd­um sem gefi til­efni til rann­sókn­ar. Þeir sem stjórnað hafa þeirri umræðu eru þeir hinir sömu og nú eru til rann­sókn­ar.“

Bjarni spyr hvort að fjölmiðlamenn séu of góðir til að mæta og svara spurningum lögreglu eins og almennir borgarar.

„Við ger­um öll kröfu til þess að hér á landi séu all­ir jafn­ir fyr­ir lög­un­um. Má gera þá kröfu að all­ir séu jafn­ir fyr­ir fjöl­miðlun­um líka?“

UMMÆLI

Sambíó