Íslandsmót í 301 fer fram í aðstöðu Píludeildar Þórs um helginaLjósmynd: Íslenska pílukastsambandið.

Íslandsmót í 301 fer fram í aðstöðu Píludeildar Þórs um helgina

Íslandsmótið í 301 verður haldið í aðstöðu Píludeildar Þórs á Akureyri helgina 5-6. október næstkomandi. Þátttökurétt hafa allir skráðir félagsmenn aðildarfélaga ÍPS. Keppt verður í karla- og kvennaflokkum í einmenning og tvímenning og dregið verður af handahófi í alla riðla. Þetta kemur fram í frétt Íslenska pílukastsambandsins.

Keppt verður í tvímenning karla og kvenna á laugaradaginn og í einmenning karla og kvenna á sunnudaginn. Húsið opnar klukkan 09:00 báða dagana. Þegar þessi frétt er skrifuð eru 25 keppendur þegar skráðir til leiks í einmenning og 14 lið skráð til leiks í tvímenning. Búast má við að fleiri keppendur og lið bætist í hópinn á næstu dögum, en skráningarfestur er til kl. 18:00 á fimmtudaginn 3. október næstkomandi. Skráning fer fram á heimasíðu ÍPS.

UMMÆLI

Sambíó