Íslandstúr Emmsjé Gauta stoppar á Akureyri 8. júní

Mynd: Magnús Leifsson

Tónlistarmaðurinn Emmsjé Gauti mun hefja tónleikaferðalag um Ísland í lok maí mánaðar. Hann mun koma við á Akureyri 8. júní og halda tvenna tónleika á Græna Hattinum. Fyrri tónleikar hans verða opnir fyrir alla aldurshópa en hinir verða fyrir 18 ára og eldri.

Stemningin er mikil fyrir þessum túr enda höfum við aldrei gert neitt í líkingu við þetta áður. Þetta verður erfitt en í leiðinni skemmtilegt verkefni. Að framleiða þrettán þætti samhliða þessu er síðan auðvitað algjör sturlun,“ segir Gauti í spjalli við Kaffið.

Ég elska mikið að spila á Akureyri. Það myndast alltaf rugluð stemning þegar við mætum á Græna hattinn. Síðustu 5 skipti hefur verið uppselt svo ég mæli alltaf með því að fólk tryggi sér miða í forsölu. Við erum líka í þetta skipti að bjóða upp á all ages tónleika fyrr um daginn. Þannig við komum fram tvisvar á sama deginum.“

Gauti ferðast um landið ásamt plötusnúðnum Birni Val og Kela, trommaranum hárprúða. Á þrettán dögum spila þeir á þrettán stöðum víðsvegar um landið og með þeim í för verður tökuteymi sem festir ferðalagið á filmu. Hægt verður að fylgjast með íslandstúrnum í þrettán þáttum sem sem birtast á www.emmsje.is

Við erum með mikið plott í kringum þættina og það verða gestir með okkur á mörgum af giggunum, ég get samt því miður ekki sagt hverjir og hvar að svo stöddu.“

Kaffið.is mun gefa heppnum lesendum miða á tónleika Emmsjé Gauta á Akureyri en frekari upplýsingar um það má nálgast á Facebook síðu okkar.

Hér að neðan má sjá Íslandstúr Emmsjé Gauta en miðasala fer fram á tix.is:

30.maí miðvikudagur – Hvolsvöllur : Midgard basecamp
31.maí fimmtudagur – Vestmannaeyjar 17:00 : Alþýðuhúsið
31.maí fimmtudagur – Vestmannaeyjar 22:00 – 18+ : Alþýðuhúsið
1.júní föstudagur – Karlsstaðir : Havarí
2.júní laugardagur – Egilsstaðir – 18+
3.júní sunnudagur – Vopnafjörður : Mikligarður
4.júní mánudagur – Mývatn (selt á staðnum í jarðböðunum)
5.júní þriðjudagur – Húsavík : Salurinn í skólanum
6.júní miðvikudagur – Blönduós : Félagsheimilið
7.júní fimmtudagur – Sauðárkrókur – 18+ : Kaffi krókur
8.júní föstudagur – Akureyri – 17:00 : Græni Hatturinn
8.júní föstudagur – Akureyri – 21:00 – 18+ : Græni Hatturinn
9.júní laugardagur – Ísafjörður – 18+ : Edinborgarhúsið
10.júní sunnudagur – Flatey : Samkomuhúsið
11.júní mánudagur – Rif : Frystiklefinn (selt í hurð)

UMMÆLI

Sambíó