Ítarleg umfjöllun um áhrif Namibíumálsins á íbúa Akureyrar

Ítarleg umfjöllun um áhrif Namibíumálsins á íbúa Akureyrar

Blaðamenn Stundarinnar heimsóttu Akureyri á dögunum og dvöldu hér í nokkra daga. Stundin hefur undanfarna daga birt niðurstöður úr heimsókninni sem var gerð til þess að kanna fyrirferð og mikilvægi fyrirtækisins Samherja, kosti þess og galla fyrir íbúa Eyjafjarðar. Greinaröðin Heimavígi Samherja er nú aðgengileg á veg Stundarinnar.

Sjá einnig: Akureyringar og Dalvíkingar hafa meiri trú á sakleysi Samherja en aðrir

Rúmt ár er nú liðið frá því að sagt var frá Samherjamálinu í Namibíu í fjölmiðlum. Stundin ræddi við nokkra þekkta Akureyringa um málið ásamt því að taka púlsinn á gangandi vegfarendum í bænum.

Meðal annars segir Ásthildur Sturludóttir, bæjarstjóri Akureyrar, að hún hafi ekki skoðun á Namibíumálinu og það sé „bara eitt mál“ sem ekki hafi breytt afstöðu hennar til Samherja. Andrea Hjálmsdóttir, félagsfræðingur og fyrrverandi bæjarfulltrúi, segir að jákvæð áhrif Samherja fyrir atvinnulífið í Eyjafirði séu ótvíræð. En hún spyr spurninga um hversu æskileg samþjöppun valds sé í litlu sveitarfélögum. Ítarlega umfjöllun Stundarinnar má lesa með því að smella hér.

Rætt við gangandi vegfarendur á Akureyri þar sem skiptar skoðanir komu í ljós um Namibíumálið og Samherja. Smelltu hér til að lesa og horfa á viðtölin við gangandi vegfarendur á vef Stundarinnar.

Einnig er rætt við Maríu Björk Ingvadóttur, framkvæmdastjóra N4, og Karl Eskil Pálsson, dagskrárgerðamann á N4. Sjónvarpsstöðin N4 á Akureyri hefur unnið dagskrárefni fyrir og um Samherja í gegnum tíðina, sem hefur verið sýnt á stöðinni og er nú aðgengilegt á Youtube. Þá er Samherji óbeinn hluthafi í N4 í gegnum útgerðina Síldarvinnsluna og Fjárfestingarfélagið Vör ehf. Viðtalið við Maríu og Karl má finna á vef Stundarinnar með því að smella hér.

Sjá einnig: N4 sýnir þátt um nýtt fiskvinnsluhús Samherja á Dalvík

Sambíó

UMMÆLI