Íþróttabandalag Akureyrar og Akureyrarbær bjóða bæjarbúum til athafnar í Hofi í dag, fimmtudaginn 23. janúar kl. 17.30, þar sem kjöri íþróttakonu og íþróttakarls Akureyrar verður meðal annars lýst.
Verður þetta í 46. sinn sem Íþróttamaður Akureyrar er heiðraður og í níunda sinn þar sem bæði íþróttakona og íþróttakarl Akureyrar eru valin og heiðruð.
Hátíðin er opin öllum, húsið opnar klukkan 17 en athöfnin sjálf hefst 17:30.
Á vef Akureyrarbæjar, þar sem tilkynningin var gerð, má sjá dagskrá og tilnefningar kvöldsins.
UMMÆLI