Ivan Mendez sendir frá sér nýtt lag

Ivan Mendez sendir frá sér nýtt lag

Tónlistarmaðurinn og Akureyringurinn Ivan Mendez sendi á dögunum frá sér lagið Those Eyes. Lagið er það fyrsta sem Ivan gefur út síðan hann ákvað að yfirgefa hljómsveitina GRINGLO og verða sóló listamaður á nýjan leik.

„Ég setti verulega mikið af sál, vinnu og klukkustundum í þetta lag og ég vona að það fái hjartað þitt til að tifa,“ segir Ivan.

Ivan sem er um þessar mundir búsettur í Berlín í Þýskalandi tilkynnti þá einnig að lagið væri það fyrsta af fimm lögum sem hann ætlaði sér að gefa út á næstu mánuðum, eitt á fimm vikna fresti.

Hlustaðu á lagið Those eyes:

Sambíó

UMMÆLI

Sambíó