Ívar Örn valinn bestur hjá KA

Ívar Örn valinn bestur hjá KA

Knattspyrnudeild KA fagnaði árangri sumarsins á Evrópufögnuði sínum í Sjallanum um helgina. Sumarið var gert upp og voru hinir ýmsu leikmenn verðlaunaðir fyrir frammistöðu sína er KA náði sínum næstbesta árangri í sögunni.

Ívar Örn Árnason var valinn besti leikmaður KA en leikmenn liðsins sáu um kosninguna. Ívar skrifaði á dögunum undir nýjan samning og það styttist í hundraðasta leik hans fyrir félagið. Sveinn Margeir Hauksson var kjörinn efnilegasti leikmaður liðsins og þá var Nökkvi Þeyr Þórisson valinn besti leikmaður KA af Vinum Móða auk þess sem hann var markahæsti leikmaður KA á tímabilinu.

Nánari umfjöllun um lokahófið má finna á vef KA.

UMMÆLI