Jana Salóme kjörin nýr ritari VG

Jana Salóme kjörin nýr ritari VG

Ný stjórn Vinstrihreyfingarinnar – græns framboðs var kjörin á landsfundi hreyfingarinnar í Hofi á Akureyri í dag. Jana Salóme Ingibjargar Jósepsdóttir, bæjarfulltrúi VG á Akureyri, er nýr ritari flokksins.

Jana Salóme tekur við embættinu af Sóleyju Björk Stefánsdóttur en Sóley gaf ekki kost á sér að þessu sinni. Jana Salóme bauð sig fram ásamt Sigríði Gísladóttur.

Í stjórn VG sitja nú Katrín Jakobsdóttir, formaður, Guðmundur Ingi Guðbrandsson, varaformaður, Jana Salóme Ingibjargar Jósepsdóttir, ritari og Steinar Harðarson, gjaldkeri.

Meðstjórnendur eru:

Elín Björk Jónasdóttir
Maarit Kaipainen
Pétur Heimisson
Sigríður Gísladóttir
Óli Halldórsson
Hólmfríður Árnadóttir
Andrés Skúlason

Til vara eru

Klara Mist Pálsdóttir
Helgi Hlynur Ásgrímsson
Álfheiður Ingadóttir
Guðný Hildur Magnúsdóttir

Sambíó

UMMÆLI