Jarðskjálftar fundust vel víða um Norðurland

Jarðskjálftar fundust vel víða um Norðurland

Jarðskjálfi að stærð 4,6 með upptök inn í Skjálfandaflóa fannst vel víða um Norðurland í dag. Annar skjálfti varð á Norðurlandi um klukkan fimm í dag. Skjálftarnir fundust meðal annars vel á Akureyri.

Samkvæmt mælingum Veðurstofunnar reið fyrri skjálftinn yfir klukkan 14.52 og upptök hans voru 6,8 kílómetrum suðaustur af Flatey. Nokkrir minni eftirskjálftar hafa fylgt í kjölfarið auk þess að skjálfti sem mældist í kringum 4 fannst klukkan fimm.

Lögreglan á Norðurlandi eystra og Almannavarnir minna fólk á að huga að eignum sínum og hafa sérstakar gætur á öllu lauslegu innanhúss og þeim hlutum sem gætu fallið af veggjum og úr hillum.

Jarðskjálfi að stærð 4,6 með upptök inn í Skjálfandaflóa fannst vel víða um Norðurland nú síðdegis.Samkvæmt mælingum…

Posted by Lögreglan á Norðurlandi eystra on Þriðjudagur, 15. september 2020

UMMÆLI