Jarðskjálfti 4,6 að stærð norðan við SiglufjörðMynd: Veðurstofa Íslands

Jarðskjálfti 4,6 að stærð norðan við Siglufjörð

Jarðskjálfti af stærðinni 4,6 á richter átti sér stað í nótt kl. 00.55. Norðlendingar sem voru á fótum fundu vel fyrir skjálftanum og eins voru margir sem vöknuðu við hann, ef marka má færslur á samfélagsmiðlum.

Að minnsta kosti einn skjálfti hef­ur mælst á svipuðum stað eftir þann stóra en sá var af stærðinni 1,9.

Upptök skjálftans voru rúma 20 kílómetra norður af Siglufirði og mældist hann á 2,7 kílómetra dýpi.

Sambíó

UMMÆLI