Færeyjar 2024

Jóhann Helgi markahæsti leikmaður í sögu Þórs

Jóhann Helgi markahæsti leikmaður í sögu Þórs

Jóhann Helgi Hannesson náði þeim merka áfanga í kvöld að verða markahæsti leikmaður í sögu Þórs í fótbolta. Jóhann skoraði sitt 74. mark í 2-2 jafntefli gegn Grindavík í kvöld, þar af eru 66 deildarmörk. Fyrir var Ármann Pétur Ævarsson markahæstur með 73 mörk.

Jóhann Helgi er fæddur árið 1990 og hefur leikið allan sinn feril hjá Þór fyrir utan eitt sumar þegar hann spilaði með Grindavík þar sem hann sló metið nú í kvöld gegn sínum gömlu félögum.

Sambíó

UMMÆLI